Dáleiðsla
Valgerður Bachmann Spákona og Miðill
Dáleiðsla (e. hypnosis) er ástand sem einkennist af djúpri slökun, einbeitingu og aukinni næmni fyrir innra sjálfið þitt. Þetta er ekki svefn, heldur meðvitundarástand sem liggur á milli vöku og svefns. Í því ástandi getur einstaklingur orðið móttækilegri fyrir leiðbeiningum, til dæmis til að draga úr kvíða, vanlíðan, sársauka eða til að breyta hegðunarmynstri.
Mér finnst auðveldast að lýsa þessu svona og ætla að gera það á manna máli. Dáleiðsla er djúpslökun, þar sem þú tengist þinni innri rödd og leyfir þér að ná slökun í öllum vöðvum í líkamanum, sleppir tökum á öllu sem er hér og nú og leyfir þér algjörlega að fara inn við fyrir þig sjálfan/a. Þú ert meðvitaður/uð um allt. Gerum þetta aftur á manna máli, þú veist að þú ert í mjög þægilegum stóll, hvað þú heitir og þú veist nákvæmlega hvað er uppáhalds maturinn þinn og hvar hægri og vinstri er. Eini munurinn er að þú liggur og líkaminn þinn er í algjörlega afslappaður.
Hægt er að bóka frían viðtalstíma í síma til að fá meiri upplýsingar.
https://noona.is/valgerdurbachmann