Suðurland Alheimsorku námskeið 14.10 og 21.10
Á námskeiðinu verður farið í hvert spil fyrir sig og upplifun hvers og eins. Þessi spil henta mjög vel til að sjá hvað er fram undan hjá þér eins og í fjölskyldunni, vinnu, fjármálum, ástarmálum og heilsu. Í endann spáir hópurinn fyrir hvort öðru.
Skemmtilegt námskeið þar sem gleði og hlátur verður alls ráðandi.
Námskeiðið hentar þeim bæði þeim sem hafa verið í andlegum málefnum og þeim sem er að stíga sín fyrstu skref.
Stutt kaffipása verður á námskeiðinu og því gott að taka eitthvað með sér.
Hámark 6 á hverju námskeiði til að allir fái að njóta sín. Spilin eru 40 í hverjum stokk og eru fallega myndskreytt. Spilin eru hönnuð og teiknuð af Valgerði Bachmann.
Námskeiðið er haldið Samkomuhúsinu Staður á Eyrarbakka, Búðarstíg 7.
Fyrsti hluti
Þriðjudaginn 14.10.2025
Frá 17:00 – 20:00
Annar hluti 21.10.2025
Frà 17:00 – 20:00
Verð: 20.000 kr.
Hægt er að kaupa Alheimsorkuspilin hjá Valgerði.
Hægt að fá nótu, til að fá endurgreitt úr stéttarfélagi t.d.
Skráning og allar upplýsingar
alheimsorka@alheimsorka.is eða 777 8006
Bóka einkatíma hjá Valgerði Bachmann https://noona.is/valgerdurbachmann
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!